Fyrirvarar
Upplýsingar, sem höfundar veita EU-OSHA, eru sýndar eins og tekið er við þeim án neinnar ábyrgðar og aðeins í upplýsingaskyni. Höfundurinn einn ber alla ábyrgð á nákvæmni og áreiðanleika gagnanna og upplýsinganna sem hann veitir. Athugið að upplýsingarnar, sem höfundar veita, endurspegla ekki endilega skoðanir Vinnuverndarstofnunar Evrópu.
Þó að hún leitist við að halda upplýsingum dagréttum og réttum veitir EU-OSHA engar fullyrðingar, tryggingar eða ábyrgðir fyrir því að upplýsingarnar á OSHwiki séu réttar, heildstæðar eða viðeigandi og tekur því enga skaðabótaábyrgð á röngum upplýsingum eða skorti á upplýsingum að því marki sem lög leyfa.
Nema annað sé áskilið í lögum eða gildandi ákvæðum eru upplýsingarnar á OSHwiki aðeins almennar upplýsingar. Undir engum kringumstæðum skal líta á upplýsingarnar sem faglega eða lögfræðilega ráðgjöf.
EU-OSHA tekur enga ábyrgð á tapi eða tjóni af völdum þess að traust sé lagt á upplýsingarnar á OSHwiki, þar á meðal upplýsingar, sem hlekkjað er á af OSHwiki, en þær eru eingöngu undir stjórn og ábyrgð viðkomandi utanaðkomandi aðila.
EU-OSHA er hvorki í aðstöðu til að votta áreiðanleika skjala frá utanaðkomandi aðilum, þar á meðal upplýsingar í þeim, né heldur getur EU-OSHA tryggt að samræmi sé á milli opinbers texta og samsvarandi stafrænna afrita sem kunna að vera gerð aðgengileg á OSHwiki. Ef EU-OSHA fær upplýsingar um villur eða vöntun á upplýsingum á OSHwiki mun stofnunin tafarlaust leitast við að lagfæra þær með beinum hætti eða vísa málinu til viðeigandi höfundar eða utanaðkomandi aðila gerist þess þörf.