EU-OSHA leitast við að gera vinnustaði í Evrópu öruggari, heilbrigðari og afkastameiri með því að þróa, greina og miðla upplýsingum um vinnuvernd. Í hlutverki sínu sem uppspretta upplýsinga um vinnuvernd lætur EU-OSHA gera fyrir sig upplýsingar auk þess að safna, greina og birta rannsóknir og tölfræði um vinnuvernd.
Almennur tilgangur OSHwiki er að bjóða upp á viðeigandi, áreiðanlegar og dagréttar upplýsingar um fjölbreytt efni á sviði vinnuverndar með sjálfbæru safni greina á OSHwiki um evrópska sýn á vinnuverndarmál.
OSHwiki er netalfræðiorðabók með greinum frá EU-OSHA eða sjálfstæðum höfunum sem EU-OSHA hefur veitt aðgang.
Efni í boði EU-OSHA getur verið frá höfundum og/eða - í flestum tilvikum - innihaldið einkaréttarlegar upplýsingar frá þriðju aðilum.
Það getur verið að upplýsingar, sem birtar eru á OSHwiki, séu verndaðar hugverka- og iðnaðareignarétti. Eignarréttur, þar á meðal höfundarréttur, yfir einhverjum af þeim upplýsingum, sem aðgengilegar eru á OSHwiki, er hjá viðkomandi eigendum, hvort sem þeir eru EU-OSHA, höfundar eða aðrir utanaðkomandi aðilar sem svo eru merktir. Aðgangur að OSHwiki veitir notendum engan eignarrétt yfir upplýsingunum sem þeir hafa aðgang að á OSHwiki. Allur réttur, sem ekki er sérstaklega veittur hér með, er áskilinn viðkomandi eiganda(um).